Jólabakstur - Uppskriftir

Piparkökuhús

3 dl sýróp

800 g

sykur

500 g smjör

1 msk. engifer

2 msk. negull

2 msk. kanill

1 egg

1.800 g hveiti

1 tsk. natron

Aðferð

Hnoðið allt saman og kælið í ísskáp í 3­4 klukkustundir. Fletjið út deigið og þykktin á að vera um hálfur centimetri. Stækkið teikningarnar tvisvar til þrisvar eða eftir vild.

Skerið út eftir teikningum og merkið í deigið fyrir bjálkum í veggi og þakplötum. Bakið á bökunarpappír við 175 C í um það bil 12­16 mín eða þar til fullbakað.

Skerið út glugga og hurðir að vild og bakið líka. Hurðina má hafa opna upp á hálfa gátt og síðan eru þetta gluggahlerar sem geta skreytt húsið. Milliloftið þarf að ná út fyrir húsið sjálft þannig að hægt sé með góðu móti að gera svalir. Tröppur getur hver og einn gert með því að búa til renning úr deiginu. Þrepin eru svo teiknuð á með sprautuðu súkkulaði.Hliðar hússins eru settar saman með tertuhjúp.

Glassúrinn sem notaður er í snjó er búinn til úr tveimur eggjahvítum og 200­400 g af flórsykri. Eftir að búið er að laga glassúrinn verður að stífþeyta hann.

Handriði er sprautað á bökunarpappír. Í það er notaður súkkulaðihjúpur. Þegar handriðið er síðan fest við húsið er Súkkulaðihjúpurinn líka notaður til þess.

Í lokin sé húsið skreytt með því að gera grýlukerti og svo er flórsykri sigtað yfir í lokin.

 

Piparkökur

500 g hveiti

250 g sykur

180 g smjörlíki

4 tsk. kanill

2 tsk. negull

2 tsk. engifer

2 tsk. natron

1/4 tsk. pipar

8 msk. síróp

8 msk. mjólk

Aðferð

Allt hnoðað saman og rúllað í sívalninga, skorið í sneiðar og penslað með vatni á hverja sneið. Bakað við 200 C í 15­20 mín.

Hálfmánar

250 g hveiti

150 g smjörlíki

100 g sykur

1 egg

1 tsk. lyftiduft

tsk. hjartarsalt

vanilludropar

rabarbarasulta

Aðferð

Smjörlíki mulið saman við hveitið ásamt lyftiefnum. Sykri blandað saman við og vætt í með eggi og vanilludropum. Deigið síðan hnoðað uns það er slétt og sprungulaust. Síðan er gott að láta það bíða í kulda yfir nótt. Deigið flatt út og mótað í kökur ca. 7 cm í þvermál. Sulta látin á hverja köku og þær brotnar til helminga og brúnum þrýst létt saman.

Lagterta ( Randalín)

500 g hveiti

250 gr smjörlíki

250 gr sykur

4 tsk lyftiduft

4 egg

1/4 tsk hjartasalt

1 tsk vanilludropar.

Aðferð

Venjulegt, hnoðað deig, skipt í 4 hluta, breitt út á smurðar ofnplötur og bakað við 200 c . Botnarnir eru síðan lagðir saman með sveskjusultu, eða annari eftir smekk. Það er óhætt að baka hana með góðum fyrirvara hún geymist vel.

 

Súkkulaðistangir

424 gr.smjörlíki

640 gr. hveiti

4-5 mats kakó

424 gr. sykur

2 egg

1 tsk.vanilludropar

Aðferð

Hnoðað og rúllað út í lengjur sem ég sting út með glasi eða staupi til að fá allar stangirnar jafn stórar. Svo er ýmist hægt að dýfa þeim í perlusykur eða eins og var gert í gamla daga mylja niður molasykur og dýfa í. Bakað við 200°c.

Hnetusmjörskökur

¼ bolli smjörlíki

¾ bolli sykur

¾ bolli dökkur púðursykur.

1 teskeið vanillusykur

1 stórt egg

2 stórar eggjahvítur létt slegnar

3 bollar hveiti

2 teskeiðar matarsódi

ögn af salti

1 bolli gamaldags hnetusmjör

Aðferð

 

Blandið smjörlíkinu og sykrunum saman í hrærivél eða mixara. Bætið vanillu, eggjinu og eggjahvítunum saman við, hrærið vel. Blandið saman hveitinu, sótanum og salti og bætið út í hræruna. Látið loks hnetismjörið saman við og hrærið vel. Setjið á plötu með teskeið og sléttið með gafli. Bakið í forhituðum ofni þar til kökurnar eru ljós brúnar, um 10 mín.

Sörur

400 g fínmalaðar möndlur

6 dl flórsykur

5 eggjahvítur

Aðferð

Blandið saman möndlum og flórsykri. Stýfþeytið eggjahvítuna og blandið möndlu/sykrinum saman við. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mín.

Krem:

1 dl sterkt kaffi

1 msk hveiti

1 eggjarauða

125 g mjúkt smjör

1/2 dl sykur

1/2 tsk vanillusykur

250 g hjúpsúkkulaði

Aðferð

Sjóðir saman kaffið og hveitið þar til það þykknar og kælið. Blandið eggjarauðunni við kaffiþykknið. Hrærið saman smjör, sykur og vanillusykur þar til blandan verður létt og ljós en þá er kaffikreminu blandað saman við.

 

Anískökur

1/2 bolli smjörlíki

1 bolli sykur

1 egg

1/2 tsk. vanilludropar

1 1/3 bolli hveiti

1/2 tsk. salt

1 1/2 tsk. lyftiduft

1 1/2 tsk. anísfræ

Aðferð

Smjörlíki og sykur hrært ljóst og létt. Eggi og vanillu bætt í og hrært vel. Hinu öllu bætt saman við og hrært vel á meðan. Deigið er mótað í lengju, vafið inn í smjörpappír og kælt. Skorið niður í þunnar sneiðar og bakað í u.þ.b. 8 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar.

Mömmukökur

125 gr smjörlíki

125 gr sykur

250 gr sýróp

1 stk egg

500 gr hveiti

2 tsk engifer

1 tsk natrón

krem: 75 gr smjör

125 gr flórsykur

Aðferð

Smjörlíki, sykur og sýróp er hitað í potti. Síðan er

það kælt og eggið sett samanvið. Hveiti, natrón og engifer er síðan sáldrað yfir og hnoðað uppí. Látið bíða yfir nótt.

Pabbakossar

200 g smjör

100 g sykur

350 g hveiti

1 tsk allrahanda

4 msk mjólk

Aðferð

Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður mjúk. Blandið mjólk, hveiti og allrahanda saman við þar til samfellt deig, hnoðið á borði. Fletjið deigið út og mótið kringlóttar kökur og gerið stjörnu, hjarta eða annað munstur í helminginn af kökunum. Bakið á ofnplötu við 180°C í 15 mín. Leggið kökurnar saman með súkkulaðikremi. Fallegt að strá flórsykri yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.

Súkkulaðikrem:

150 g Síríus Konsum suðusúkkulaði

100 g Odense Blöd Nuogat

25 g smjör

Bræðið allt saman í vatnsbaði og látið aðeins kólna.

Hnetutoppar

250 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

125 g sykur

1 stk. egg

175 g smjör

1/2 tsk. vanilludropar

3/4 tsk. sítrónudropar

Heilar hnetur

Aðferð

Setjið allt hráefnið saman í hræriskálina og vinnið rólega saman, rúllið út í pylsu og kælið, skerið svo niður. Setjið á bökunarpappír, penslið yfir með hrærðu eggi, stráið smá sykri yfir. Stingið heilli heslihnetu í miðjuna og bakið við 180° í 10-12 mín.

Lakkrístoppar

4 stk. eggjahvítur

120 g sykur

100 g púðursykur

200 g lakkrískúlur

60 g suðusúkkulaði

1 msk. hveiti

Aðferð

Þeytið hvítur vel og setjið sykur út í. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, saxið súkkulaðið og brytjið niður kúlurnar. Veltið þeim upp úr hveitinu, blandið súkkulaðinu og kúlunum saman við þeytinguna með sleikju, setjið á plötu með tsk. og bakið við 170° í 11-13 mín.

Vanillukransar

500 g hveiti

400 g smjör

300 g strásykur

1 egg

vanilla

Aðferð

Hrærið öllu saman og hnoðið þar til degið verður mjúkt (ef það er of þurrt má setja ögn af vatni). Rúllið upp í lengju ca 7 mm þykka. Skerið lengjuna í ca 8 cm lengjur og gerið hring úr hverri. Raðið krönsunum á smurða ofnplötu með svolitlu bili á milli. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 6 mínútur.

Gyðingakökur

150 stk. 6 cm í þvermál

425 g (rúml. 8 dl) hveiti

tsk. hjartarsalt

150 g (rúml. 1 dl) sykur

200 g smjör (ekki smjörlíki)

2 lítil egg

10 steyttar kardimommur eða tsk. kardimommudropar

2 eggjahvítur ofan á

100-150 g afhýddar möndlur ofan á

 1 dl sykur ofan á

Aðferð

  1. Setjið hveiti, hjartarsalt og sykur í skál, myljið smjörið út í. Setjið síðan eggin saman við ásamt steyttum kardimommum eða kardimommudropum. Hnoðið samfellt deig. Geymið á köldum stað í 1 – 2 klst.
  2. Fletjið deigið mjög þunnt út, stingið út kringlóttar kökur með glasi. Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Setjið eggjahvíturnar á disk og sláið sundur með gaffli svo að örlítil froða myndist.
  4. Saxið möndlurnar frekar smátt og setjið saman við sykurinn.
  5. Penslið kökurnar með eggjahvítunni alveg út á brúnir, stráið síðan möndlu/sykri ofan á alveg út á brúnina, gott er að hafa mikið af möndlum á kökunum.
  6. Hitið bakaraofn í 190 C, blástursofn í 180 C. Setjið í miðjan ofinn og bakið í um 10 mínútur eða þar til kökurnar hafa aðeins tekið lit, en þær eiga að vera ljósar.

Athugið: Ef kökurnar eru mjög þunnar verða um 150 stk. af þeirri stærð sem upp er gefin úr þessu deigi, en ef þær eru þykkari verða þær að sjálfsögðu færri.

 

Ensk Ávaxtakaka

250 g smjörlíki

4 stk. egg

280 g hveiti

1 tsk. vanilludropar

100 g suðusúkkulaði

100 g heslihnetur

200 g koktelber

50 g þurrkaðir appelsínubitar eða aðrir þurrkaðir ávextir heilar möndlur til skrauts

Aðferð

Vinnið vel saman sykur og smjörlíki, setjið egg saman við eitt í einu og skafið vel niður á milli, blandið svo hveiti og lyftidufti saman við. Saxið niður allt sem fer svo saman við, veltið upp úr hveiti og blandið vel og vinnið rólega saman. Setjið deigið í vel fitað form, raðið möndlum ofan á. Fitið formið með olíu eða smjöri. Setjið hveiti í formið og veltið því vel um. Hellið eins miklu og hægt er af hveitinu frá sem er laust í forminu. Bakið við 160-170° í ca. 80-90 mín. í ca. 21 cm formi. Ef kakan verður of dökk þegar hún er ekki tilbúin er gott að setja álpappír yfir í restina. Kakan er góð svona, en gott er að bleyta vel upp í henni með koníaki eða rommi, og gera það nokkrum sinnum.

Ef þessi kaka á að vera á jólaborði er best að vera búin að laga hana fyrir 1. desember. Bleyta þarf vel upp í kökunni og pakka henni vel inn á milli. Bleytið upp í henni svona 1-2 sinnum í viku. Gott er að bera fram þeyttan rjóma með kökunni.

Amerískar smákökur

1 bolli Ljóma smjörlíki

1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 egg

1 tsk. vanillusykur

2 bollar hveiti

21/2 bolli haframjöl

1/2 tsk. salt

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

1 bolli muldar valhnetur

1/2 bolli kókosmjöl

200 g brytjað Síríus súkkulaði ( Konsum)

Aðferð

Þeytið saman Ljóma smjörlíki, sykur og púðursykur. Setjið síðan eitt og eitt egg í einu út í. Blandið þurrefnum saman og setjið smám saman út í hræruna og að lokum súkkulaði, kókosmjöl og hnetur. Setjið með teskeið á ofnplötu klædda smjörpappír. Bakið við 190°C í 10 mín. í miðjum ofni.

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is