Er allt löglegt - Kerti - Rafmagn - Ljósaseríur - Leikföng ?
Kertaljós Undanfarin ár hefur notkun kerta aukist stórlega. Engar tölur eru til um brunaslys eða bruna af völdum kerta en samkvæmt könnun sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna lét gera í nóvember 1999 má rekja 25% bruna hérlendis til kerta eða kertaskreytinga. Áætlað er að tjón af völdum bruna nemi árlega tugum milljóna20 - 40 milljónum árlega en einstök ár er þessi tala mun hærri vegna stærri bruna. Engir staðlar eru til um kerti sem
þýðir að engar sérstakar kröfur eru gerðar til framleiðslu og
hönnun þeirra. Dæmi eru um að kerti úr sama pakka brenni öll á
mismunandi hátt en slíkt heyrir þó til undantekninga. Merkingar og
upplýsingar sem fylgja kertum eru einnig afar mismunandi. Nokkur góð ráð: Yfirgefið aldrei vistarverur þar sem kertaljós logar
Gætið vel að staðsetningu kertaljóss
Hafið eftirfarandi sérstaklega í huga
Kennið börnum að umgangast kertaljós
Hvernig á að slökkva á kerti: Aldrei má hella vatni á kerti, sérstaklega ekki útikerti. Best er að slökkva á kerti með því að nota kertaslökkvara. Þó eru til dæmi þess að áfram hafi rokið úr kveik kerta lengi á eftir að loginn var kæfður. Reykurinn er í sjálfu sér skaðlaus en fylsta ástæða til þess að hafa þetta í huga þegar slökkt er á kerti. Til þess að öruggt sé að eldur lifi ekki lengur í kertakveik og að vistarverur fyllist ekki að reyk geta neytendur slökkt með kertaslökkvara og síðan lagt blautan fingur utan um kertakveikinn. Kertastjakar: Kertastjakar verða að vera úr óbrennanlegu efni sem leiðir ekki hita og eru stöðugir. Ekki öll ílát eru heppileg til nota sem kertastjakar og falleg glös eða ílát sem eru ekki sérstaklega ætluð undir kerti t.d. vermikerti þola e.t.v. ekki hitann frá kertinu. Notið því ekki hvað sem er undir keti. Kertaskreytingar: Gelkerti: Sjálfslökkvandi kerti: Kúlu- þríhyrnings og fígúrukerti: Kerti sem hafa slíka lögun eru afar viðkvæm fyrir trekk og við slíkar aðstæður brennur vax þeirra hraðar en um venjuleg kerti er að ræða. Slík kerti verða því að vera á tryggu undirlagi sem engin hætta er á að kvikní í útfrá. Kveikurinn getur losnað, flotið með vaxinu og haldið þannig áfram að brenna á borði ef því er að skipta. Húðuð kerti: Vermikerti / sprittkerti: Eru um margt frábrugðin venjulegum kertum og þurfa sérstakrar aðgæslu við. Vaxið í þeim verður fljótandi stuttu eftir að kveikt er á kertinu og því er ekki ráðlegt að færa það úr stað meðan logar á kertinu. Látið slík kerti ætíð brenna út af sjálfu sér eða slökkvið með kertaslökkvara. Notið aldrei vatn. Gætið þess að hafa vermikerti í kertastjaka sem þolir háan hita. Setið vermikerti aldrei beint á dúk eða borð. Útikerti: Varasamt er að setja fleiri en eitt útikerti þétt saman og kveikja á þeim þannig. Útikerti skal undantekningarlaust standa á óbrennanlegu undirlagi og aldrei á tréplötu, trépall eða öðru auðbrennanlegu undirlagi. Útikerti loga flest eingöngu á kveiknum en þó eru til kerti sem allt yfirborð vaxins logar. Þá getur loginn náð allt að 50 cm hæð og slegist til í allar áttir. Snertið aldrei form útikerta með berum höndum. Eldur getur blossað upp ef vatn eða snjór slettist á vax kertisins. Æskilegt er að koma kertum þannig fyrir að þau sjáist vel, þar sem ekki er hætta á að börn og fullorðnir reki sig í þau. Þeir sem klæðast víðum fatnaði þurfa að gæta sérstkrar varúðar í nánd við slík kerti.
|
Jólaljós og rafmagnsöryggi. Jólin eru hátíð ljóssins og þá er kveikt á fleiri ljósum og lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum.
ENGIN JÓLALJÓS eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum. Varasamt er að láta loga á jólaljósakeðjum (jólaseríum), sem og öðrum jólaljósum innanhúss, yfir nótt eða þegar við erum að heiman. Sérstaklega á það við um ljós á jólatrjám. Flestar nýrri ljósakeðjur til notkunar innandyra eru þannig gerðar að þegar ein pera deyr logar áfram á hinum. Eftir því sem logar á færri perum eykst ljósstyrkur hverrar peru og þar með hitinn. Ljós sem ofhitna geta auðveldlega valdið bruna. Skiptum því strax um bilaðar perur í ljósakeðjum. ALGENGT er að fólk haldi upp á gömul jólaljós sem eru úr sér gengin. Oft endar þessi hirðusemi með íkveikju eða slysi af völdum ljósanna. Hendum því gömlu ljósunum eða látum fagmann yfirfara þau ef minnsti grunur leikur á að þau séu í ólagi. ALDREI má setja sterkari peru í ljós en það er gert fyrir. Röng gerð, stærð eða styrkur getur valdið ofhitnun sem leiðir til íkveikju. Til þess að fá örugglega rétta ljósaperu í stað bilaðrar peru í jólaljósi er best að taka ljósabúnaðinn með sér þegar ný er keypt. Sölumenn eiga að vita hvaða perur henta best. VEGNA hitans sem stafar frá ljósaperum er mikilvægt að alltaf sé nægileg fjarlægð frá ljósi í brennanlegt efni. Rafljós geta t.d. kveikt í gluggatjöldum engu síður en kertaljós.Sýnum sérstaka varúð gagnvart jólastjörnum og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. Ef ljósapera liggur við brennanlegt efni eins og pappír er stórhætta á íkveikju. ÞEGAR farið er yfir jólaljósin er áríðandi að skipta tafarlaust um brotnar klær og brotin perustæði. Göngum einnig úr skugga um að allar rafmagnsleiðslur séu heilar, að einangrun sé alls staðar í lagi og að ekki sjái í bera víra. EKKI er til neitt eitt ráð til að ganga úr skugga um hvort jólaljós séu af vandaðri gerð. Vert er þó að hafa í huga að sérlega ódýr jólaljós eru yfirleitt ekki eins vönduð og dýrari ljós af sömu gerð. Gæði og öryggi fara saman í þessu sem öðru. JÓLALJÓS utandyra eiga að vera sérstaklega gerð til slíkrar notkunar. Á öllum jólaljósum eða umbúðum þeirra, sem seld eru hér á landi sem inniljós, á að standa á íslensku að þau séu eingöngu til notkunar innanhúss. Að nota inniljós utandyra getur verið lífshættulegt. ÚTILJÓSAKEÐJUR sem ekki eru tengdar við spennu-breyti (12V-24V) eiga að vera vatnsvarðar. Brýnt er að perur útiljósa vísi ávallt niður svo að ekki sé hætta á að vatn safnist í perustæðin. Einnig er mikilvægt að festa útiljós vandlega þannig að perur geti ekki slegist við og brotnað. LOGANDI kerti eru vitaskuld alltaf varasöm en komist þau í kynni við rafmagn er hætta á ferðum. Því er brýnt að láta kerti aldrei standa ofan á raftækjum eins og sjónvarpi eða hljómflutningstækjum. Kertið getur brætt sér leið niður í tækið og kveikt í því. Einnig getur kveikurinn fallið logandi af kertinu ofan í tækið eða vax lekið niður í það og valdið íkveikju. Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir jól.- Höldum gleðileg jól. |
Val á leikföngum Ert þú að kaupa leikföng sem
hæfa aldri og þroska barns? Börn hafa ekki þroska til þess að meta hvort leikföngin þeirra eru örugg eða ekki. Kaupendur leikfanga verða því að vera vel á verði, skoða varúðarmerkingar vel, lesa og fara eftir leiðbeiningum en síðast en ekki síst velja leikföng sem hæfa aldri og þroska barns. Hér að neðan koma nokkur góð ráð til kaupenda sem vert er að hafa í huga við val á leikföngum: Börn yngri en 3ja ára
Annað sem ber að hafa í huga
Ef kaupendur telja að vara uppfylli ekki kröfur og að hún sé hættuleg eru þeir hvattir til þess að hafa samband við markaðsgæsludeild Löggildingarstofu, í síma 510 1100 eða ls@ls.is Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14
ára eiga að vera Spilandi tækifæriskort og jólasveinahúfur Nokkuð hefur færst í aukana að rafhlöður séu í tækifæriskortum s.s. jólakortum. Slík kort spila lag þegar þau eru opnuð og höfða því augljóslega til barna. Gætið þess vel að rafhlaðan sé vel föst og að ung börn geti ekki náð til að fjarlægja hana úr kortinu. Til sölu eru einnig húfur fyrir börn s.s. jólasveinahúfur sem eru með ljós sem blikka og rafhlöðu. Slíkar húfur eru ekki ætlaðar börnum yngri en 3ja ára sökum smáhluta og eiga að bera merkingu þar af lútandi. Að kaupa leikföng á Netinu Leikföng sem keypt eru á Netinu eiga að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru annarra leikfanga sem markaðssett eru hér á landi. Allar viðvörunarmerkingar s.s. aldursviðvörun á leikföngum á að vera sýnileg þegar kaup fara fram. Allar frekari upplýsingar um öryggi leikfanga og þær kröfur sem gerðar eru til markaðssetningu leikfanga hér á landi veitir: Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu - Sími: 510 1100 |