Jólavefur Júlla 2012
Heimildir: Saga daganna, Mál og Menning / Árni Björnsson 1993 (Birt með góðfúslegu leyfi útgefenda og höfundar), viðtöl við fólk, eigin upplifun og fleira sem minnst er á neðanmáls.
(Mynd eftir Tryggva Magnússon) Grýla Er þekkt sem flagð frá 13. öld , það er minnst á hana sem tröllkvendi í SnorraEddu, en það er ekki fyrr en á 17.-18 sem hún er bendluð við jólin og þá sem barnaæta. Í kvæðum og sögum af Grýlu þá hefur hún oftast ekki erindi sem erfiði og þarf alltaf að láta í minni pokann.Orðið sjálft merkir einna helst , ógn, hótun eða hryllingur. Fyrst fréttist af jólasveinum á 17. öld sem afkvæmi Grýlu og miklu illþýði. Þeir taka nokkuð að mildast á 19. öld, koma þá ýmist af fjöllum eða af hafi, eru oftast 9 eða 13. Spurnir eru af rúmlega sjötíu jólasveinanöfnum. Grýla er sá gestur jólanna sem er talinn hvað skelfilegastur. Hún er tröllkerling, sem heyrir í óþekkum börnum yfir holt og hæðir, skellir þeim í pokann sinn og þau enda svo í stóra pottinum hennar. Í mínum huga er Grýla alltaf með pokann á bakinu, tilbúinn ef heyrist í óþekkum krakka, hún er líka alltaf svöng, endalaust hungur sem hrjáir hana. Sumar lýsingar á Grýlu er svakalegar, jafnvel að hún sé marghöfða djöflakerling, hafi marga langa hala. ( Sjá ) "Hún hefur hala og hófa í stað fóta. Hún er geysistór með svakalegar hendur sem hún grípur óþekku börnin með og kartnögl á hverjum fingri. Hún hefur skögultennur og mikið og bogið nef alsett vörtum. Hún hefur brennandi augnaráð og geysigóða heyrn." Enn þann dag í dag er Grýla notuð á saklaus börnin ef þau eru ekki stillt eða hlýðin. " Nú fara Grýla og jólasveinarnir að fylgjast með - Það styttist í að það eigi að setja skóinn út í glugga, nú er eins gott fyrir ykkur að hlýða annars......! " Eitthvað í þessum dúr heyrist á heimilum í dag.....eða hvað. Þó svo að sumir haldi að Grýla sé dauð... myndi ég taka þeim fréttum með varúð. Þegar ég var krakki og langt fram á unglings ár fannst mér þessi mynd hans Tryggva hér að ofan vera hræðileg og önnur mynd sem ég vona að ég finni og fái leyfi fyrir að hafa á síðunni, ég vildi helst ekki sjá þessar myndir því ég varð bókstaflega mjög hræddur. ( í dag þykir mér vænt um þessar myndir ) J.J
Jólakötturinn, Grýla og Leppalúði - ( Jólamjolk.is )
Í þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir meðal annars um Grýlu:
"Þó nú gangi ekki lengur nein munnmæli
um Grýlu að teljandi sé verður allt um það að geta hennar að því sem
finnst um hana í fornum ritum og þulum og manns hennar Leppalúða, því á
fyrri öldum hafa farið miklar sögur af þeim, einkum henni, svo að löng kvæði
hafa verið um þau kveðin og mörg um Grýlu. Þau áttu bæði hjónin að vera
tröll enda er Grýla talin í tröllkvennaheitum í Snorra-Eddu. Mannætur
voru þau og sem önnur tröll og sóttust einkum eftir börnum þó einnig þægju þau
fullvaxna menn. En eftir að farið var að hætta að hræða börn í uppvextinum með
ýmsu móti hefur Grýlutrúin lagzt mjög fyrir óðal því Grýla var mest höfð
til að fæla börn með henni frá ógangi og ærslum og því er orðið grýla
þegar í Sturlungu haft um tröllkonu eður óvætt sem öðrum stendur ógn af og
grýlur um ógnanir. " (JÁ I:207)
Leppalúði og Grýla Brians Pilkingtons - Sólarfilma
Börn gægjast úr poka Grýlu - Brian Pilkington -
Sólarfilma. Ísaumuð Grýla á eldspítustokki -
Rósa
Pálsdóttir Leppalúði og Grýla ættuð úr Varmárskóla
Grýla og Leppalúði Inga Sölva Arnarssonar (2002) Grýla og Leppalúði - Af þýskri síðu um Grýlu (Ekki viss um teiknara)
Grýla og Leppalúði
Bjarna Þ
Kristjánsson Póstkort af Grýlu og Leppalúða Snowmagic.is - Kristín Sigurðard hannaði sveinana. Þessa teiknaði Ólafur Pétursson.
Þessi Grýla er úr hinum magnaða Jólagarði í Eyjafjarðarsveit
Það hefur ýmislegt verið samið um Grýlu.
Jólasveinarnir og Grýla. Þetta gerist í trúustu alvöru, ég fæ fjórtán sinnum í skóinn í staðin fyrir þrettán sinnum. Ykkur finnst ég kanski vera montinn en ég er það ekki ég segi þetta í trúustu alvöru. Þetta ljóð, Grýla á sér lítin bát rær hún fyrir sandi, þegar hún heyrir barnagrát flýtir hún sér að landi. Þetta er eitthvað skrítið. Grýla étur ekki börn. Það á að gefa börnum súkkulaði og sætindi á jólunum svo þau geti farið til tannlæknis eftir nýár. Nú finn ég ekki fleiri lítil skrítin ljóð en bara svona til að minnast á það, grýla gefur mér dýrt í skóinn. Andri Már 3. JG Ölduselsskóla
( Mynd tekin af Grýlu og nokkrum rauðum sveinum í Dalvíkurskóla ) Grýla átti fullt af börnum með þremur eiginmönnum. ( Gustur, Boli og Leppalúði ) .Hér koma nokkur nöfn í viðbót við þau sem eru í kvæðinu hér að ofan.. ( Saga Daganna Árni Björnsson ) Askur, Ausa, Bikkja, Bokki, Bolli, Botni, Brynki, Bútur, Böðvar, Dallur, Dáni, Dúðadurtur, Flaka, Gráni, Hnúta, Hnútur, Hnyðja, Hnýfill, Höttur, Jón, Kleppur, Knútur, Koppur, Kútur, Kyllir, Kyppa, Láni, Lápur, Leppatuska, Ljótur, Loki, Lúpa, Mukka, Mösull, Nafar, Nípa, Nútur, Næja, Poki, Pútur, Sighvatur, Sigurður, Skotta, Skráma, Skrápur, Sláni, Sleggja, Sóla, Stampur, Stefna, Stefnir, Sikill, Strokkur, Strítur, Strumpa, Stútur, Surtla, Syrpa, Tafar, Taska, Típa, Tæja, Völustallur, Þóra, Þrándur, Þröstur. Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu og saman eiga þau hina alræmdu jólasveina sem koma til byggða um jólin. Leppalúði er afar latur og nánast það eina sem hann gerir er að bíða eftir að Grýla færi honum mat. Grýlu er fyrst getið í Snorra-Eddu á 13. öld sem leiðir líkum að því að hún hafi komið með landnámsmönnum frá Noregi til Íslands, en það og fleira um Grýlu er óstaðfest Það að jólasveinarnir væru 13 sést fyrst í Grýlukvæði frá 18. öld.
Grýla, Leppalúði, Jólakötturinn og Jólasveinarnir - Brian Pilkington - Sólarfilma
Grýla í bókum
Grýla kemur fyrir í nokkuð mörgum bókum,
hér ætla ég að hafa lista yfir bækur þar
sem minnst er á Grýlu
Tröll í Reykjavík - ( Vantar höfund ) Raggi í jólasveinalandinu - ( Vantar höfund ) Raggi og týndi jólasveinninn - ( Vantar höfund ) Ævintýri á aðfangadag - ( Vantar höfund ) Grýla. - ( Gunnar Helgason - Mynd birt með leyfi útgefenda )( Bókaútgáfan Hólar)
Skórnir í glugganum - ( Vantar höfund ) Grýla gamla og jólasveinarnir. - Kristján Jóhannesson
|