Dagur 8 - Jólavefur Júlla 2012

Í dag er laugardagurinn 8. desember.



 

Ein hugljúf saga.


 Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að  ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í  samfestinginn hans.  Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði -
 "Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"  Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu  kyni og kosta talsvert"  Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom
 upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíu og níukrónur - er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um  leið og hann kallaði -  " Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ... ....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.  Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði  þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.  Þegar hundarnir nálguðust.....  tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan  kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.   Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að  halda í við þá. "Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.  Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan  hvolp   Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."  Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp  aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við  fótlegg hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn.   Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á  einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í
 bóndann.  Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann  varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.   "Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn  "Ekkert" svaraði bóndinn,  
 "Það kostar ekkert að elska"     Um allan heim er fólk sem þráir skilning ..........

Bros dagsins.....

Það sem sólskinið er blómunum eru brosin mannfókinu.
J.A

Með þessum friðarjóladúfum skulum við öll í huganum senda , óskir okkar um að einhvern tímann verði friður á jörðu.

Halló jólabörn... í mallanum í dag er tengill í síðu hjá Rúv, þar sem hægt er að hlusta á gamlar dásamlegar upptökur af jólaefni.

Þessa skemmtilegu sögu fékk ég senda 2010 :) Takk Guðrún

Hreindýrin

 einu sinni var jólasvein á ferð. Hreindýrin hétu Rauður, Birta, Siggi og Hildur. Þau voru bestu vinir. Einn daginn fór Birta að leika sér úti í snjónum. Allt í einu kom þoka og Birta týndist. Rauður, Siggi og Hildur fóru strax að leita. Þau löbbuðu og löbbuðu þangað til að þau sáu stein. Á steininum stóð ‘‘159159 og muniði það‘‘. Þau skrifuðu 159159 á miða og löbbuðu hrædd í burtu. Rauður sá einhvað svart koma nær og nær .þangað til það var alveg komið upp við rauð.rauður kom með vasaljós.og sá það var bann hungraður úlfur .það komu fleiri úlfar þangað til þeir voru 16.þau óttuðust aðþau mundu deyja.siggi fék hugmynd og kvíslaði hildi og rauðri þegar ég seigi 3 þá stokkvu  við .3 og þau flugu yfir skurðinn og hlupu í burtu allt í einu heirðist dii diii dii það var ólinn hennar hildar hún ýti á takka. það var jólasveininn og spuði hvar þau væru. Hva...hvar er Birta. hún týntist .já en ég er að fara til biggða í dag.þið verðið að finna hana. Og skellti á.rauður,siggi og hildur héltu áfram að leita.alveg þangað til þau urðu svöng feingu sér smá gras og héltu áfram þau sáu risa helli og hellirinn var með dyr. Á dyni stóð lykilorð anas kemstu ekki inn .hildur visi hvað lykilorðið var og spurði rauð hvað gerðuru við miðan hér er hann.159159 sagði hildur þá opnaðist stóra hurðin. Þar var birta .þau urðu svo glöð siggi hringdi strax í jólasveininn.þau hlupu alveg heim það var þoka .þegar þokan var farinn.þá spurði birta hvar er jólasveininn   Endir

Guðrún Rebekka Ragnarsdóttir - Reykjavík - 9 ára

 Fyrir jólin 2004 fékk ég þessa góðu sendingu ..Takk Þórey.

Allir gleðjast jólum á
og skreita stofur saman
Enginn vondur vera má
Því þá er ekki gaman.
Þórey Arna Snorradóttir 11 ára Hafnarfirði (2004)

Jólasveinamynd dagsins (8)


 

Ein álfa, huldufólks eða jólasaga á dag

HULDUFÓLKSDANSINN

Það var siður í gamla daga að haldinn var aftansöngur á jólanóttina; sóttu þangað allir þeir sem gátu því við komið, en þó var ávallt einhver eftir heima til þess að gæta bæjarins. Urðu smalamenn oftast fyrir því, því að þeir urðu að gegna fjárgeymslu þá eins og endrarnær. Höfðu þeir sjaldan lokið við gegningar þegar kirkjutími kom og voru því eftir heima.

Á einum bæ er svo frá sagt að þessi siður var eins og annars staðar, að fólk fór allt til kirkju nema smalamaður; hann var einn heima. En þegar fólkið kom heim frá kirkjunni var smalamaður horfinn; var hans leitað, en hann fannst aldrei.

Bóndi réð þá til sín annan smalamann. Leið nú fram til næstu jóla. Fólkið fór til kirkju eins og vant var, en smalamaður varð eftir. En um morguninn var hann horfinn. Eins fór um hinn þriðja smala sem bóndi tók, að hann hvarf. Fór nú þetta að berast út og vildu fáir verða til að vistast til hans fyrir smala. Var bóndi nú orðinn úrkula vonar um að hann mundi fá nokkurn því að þá voru komin sumarmál og flestir búnir að vista sig.

Einn dag kom maður nokkur rösklegur til bónda og spurði hann hvort hann vantaði smalamann, sagðist vilja fá vist og hefði sér verið vísað til hans; sagði hann að sér væri lagin fjárgæsla, því að við það hefði hann verið hafður. Bóndi tók fegins hendi boðum hans, en sagði honum þó að vandhæfi væri á vistinni því þrír smalar er hann hefði haft undanfarandi hefðu farist á jólanóttina og enginn vitað hvað af þeim hefði orðið. Komumaður sagði að einhver ráð yrðu til að komast hjá því þegar þar að kæmi.

Tók nú smalamaður við starfa sínum; kom hann sér vel við alla því að hann var ötull og kunni vel að verki sínu. Liðu nú fram tímar og fram að jólum; fór þá fólk allt til kirkju eftir vanda því að smalamaður sagðist einn vilja gæta bæjar.

Þegar fólkið var farið gjörir hann sér gröf ofan í gólfið undir loftinu svo djúpa að hann geti verið þar niðri í; síðan refti hann yfir, en hafði smugu eina litla svo að hann gat séð allt hvað fram fór inni.

Ekki var hann búinn að liggja þar lengi áður tveir piltar vel búnir koma inn. Þeir skyggnast um alla króka, en þegar þeir voru búnir að leita lengi sögðu þeir sín á milli að þar væri enginn maður heima. Síðan fóru þeir út aftur, en þegar lítil stund var liðin komu þeir inn aftur og báru á milli sín burðarstól; var í honum maður einn gamall og grár af hærum. Þeir settu stólinn á gólfið innanvert.

Síðan kom inn fjöldi fólks; voru allir þar mjög fagurlega búnir og að öllu hinir prúðmannlegustu. Síðan voru sett fram borð og matur á borinn; voru öll áhöld úr silfri og að öllu mjög vönduð. Settust síðan allir að dýrlegri veislu. Hinn gamli maður hafði hefðarsætið á meðal þeirra er til borðsins sátu. Síðan voru borð upp tekin og maturinn borinn burtu og öll áhöldin. Var þá setst að drykkju og síðan var farið að dansa og gekk það langt fram á nótt.

Einn maður var þar unglegur; sá var mjög skrautlega búinn; hann var á hárauðum kjól. Smalamanni virtist hann vera sonur hins gamla manns því hann var virður næst honum. Einu sinni þegar hinn rauðklædda mann bar að gryfjunni greip smalamaður hníf sem hann hafði hjá sér og skar lafið af kjólnum og geymdi hjá sér.

Þegar leið undir dag fór fólkið að fara burtu. Tóku hinir sömu gamla manninn og báru hann burtu. Litlu síðar kom fólkið heim; varð bóndi mjög glaður er hann sá smalamann lifandi. Smalamaður sagði nú allt eins og farið hafði og sýndi kjóllafið til sannindamerkis, en aldrei varð þar síðan vart við neitt þess konar og þóttust menn vita að huldufólk þetta mundi hafa banað smölunum vegna þess að það hefði eigi viljað láta þá vita hvað það hefðist að.

 Netútgáfan