Dagur 14 - Jólavefur Júlla 2012

Í dag er föstudagurinn 14. desember.
 


 Í nótt kom " Stúfur" til byggða

 

Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu

og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar

við barminn hér og þar.

Jólaljóð eftir Karolínu Sigurðardóttur sem hún samdi fyrir jólin 2006.

Ég er jólasveinn
Ég velti því fyrir mér hvað ég á að gefa krökkum í skóinn
Ég heyri börnin syngja
Ég sé pakka
Ég vil skreyta jólatré
Ég er jólasveinn


Ég þykist vera grýla
Mér finnst leiðinlegt að gefa kartöflur í skóinn
Ég snerti skóinn
Ég er hræddur  um að ná ekki að gefa öllum börnunum gjafir
Ég græt þegar ég villist
Ég er jólasveinn


Ég veit að jólin fara alveg að koma
Ég segi að ég sé þreyttur í löppunum
Ég dreymi á daginn
Ég reyni að rka ekki fina skeggið mitt
Ég vona að það snjói á jólunum
Ég er jólasveinn

Takk fyrir - Karolína.



Ý

Glaðsinna fólk er eins og sólskinið, það kætir alla sem umgangast það.
H.W.B

 

 

     

.
   

Góðan daginn! Stúfur mætti í nótt. Þó hann sé lítill hefur hann hefur örugglega komið öllu til skila. Í mallanum í dag er dagatal hjá námsgagnastofnun. Snæfinnur.

Þessi skemmtilega sending kom til mín jólin 2007

Jól


Á jólum á enginn að vera svektur og sár
því þá eiga bara að koma gleðitár
Þá klæðast börnin sínum fínustu fötum
Á jólum allir eru vinir enginn einmana úti á götum
Peninga eftir áramót foreldrar þurfa að spara


Dagbjört og Guðlaug Magnúsdætur. Takk stelpur. :)

 

 

TVÆR  JÓLANÆTUR

 

Það var á bæ einum að allt fólk fór til messu á jólanótt nema vinnukona ein var heima. Þegar hún hafði aflokið heimastörfum settist hún á rúm sitt og kveikti kertaljós og fór að lesa í bók.

Stundu seinna komu tvö börn inn í baðstofu og léku sér, seinast lögðu þau hendur á skaut kvenmanninum, en hún tók kertið sitt og skipti því í þrjá hluti og gaf sinn þriðjung hverju barni, en átti sjálf einn. Þá hýrnaði yfir börnunum og hlupu þau því næst í burtu.

Skömmu síðar kom maður á kjól inn í baðstofuna; hann heilsaði blíðlega kvenmanninum og vildi fá hana til fylgilags með sér, en þess var engi kostur; fór hann þá í burtu við svo búið.

Því næst kom inn til hennar kona; hún kvaddi hana og þakkaði henni fyrir börnin sín. Tók hún upp hjá sér rautt klæði og sagðist vilja gefa henni það fyrir börnin sín og fyrir það hún vildi ekki þýðast manninn sem til hennar hefði komið. Því næst gekk hún í burtu.

Þegar heimilisfólkið kom heim frá kirkjunni þá sá konan (húsmóðirin) pilsefnið hjá vinnukonu og öfundaði hana af því. Grófst hún vandlega eftir hvernig hún hefði fengið það, en vinnukona vildi eigi segja frá því.

Leið svo fram að jólum veturinn eftir að ekkert bar til tíðinda. Húsmóðirin lét allt fólk fara til kirkju, en var sjálf heima. Þegar hún hafði aflokið heimastörfum sínum settist hún upp á rúm með ljós og fór að lesa í bók.

Þá komu börnin sem fyr og léku sér á pallinum, en þegar þau lögðu hendur á skaut henni flengdi hún á þær, en börnin hlupu burtu grátandi.

Nú kom kjólmaðurinn til hennar og heilsaði hann henni blíðlega og mæltist til þess sama við hana og við vinnukonuna. Hugsaði hún þá að þessi maður hefði gefið vinnukonunni pilsefnið og varð strax við bón hans. Síðan fór hann í burtu.

Þá kom konan til hennar og tók í hægri hendina á henni og sagði að hún mundi hafa flengt börnin sín með henni og klappað manninum sínum, og lagði hún það á hana að hún skyldi í henni aldrei jafngóð verða og fór svo burtu, en konan missti aflið úr hendinni.

 

 Netútgáfan