Dagur 10 - Jólavefur Júlla 2012 Í dag er mánudagurinn 10. desember. Í fyrra kom þessi góða og skemmtilega sending. Ljóð frá frá dyggum dagatalsvinum - Takk stelpur. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla ´ ég veit að ekki er allt fengið að eiga flottar buxur og fína kjóla Það væri allra best að allir hefðu mat og húsaskjól. svo flestir gætu haldið gleðileg og hamingjusöm jól, Börnin fá mörg góðan mat og dýrar gjafir .. byðjum fyrir þeim fátæku og höfum óskir til þeirra skýrar , Gleðileg jól til ykkar allra frá okkur ´ gefum fæátækum þó væri ekki nema kerti og spilastokkur.
Dagbjört og Guðlaug Magnúsdætur 13 og 12
ára Keflavík
Birna Hilmarsdóttir 8 ára frá Keflavík sendi okkur þessa skemmtilegu sögu 2010 - Takk Birna. Snjókarlinn sem vildi eignast fjölskyldu ! Einu sinni var snjóstrákur sem hét Bergur. Hann átti heima í köldu landi sem hét Norðurpóllinn. Þar átti jólasveinninn heima og fjölskylda hans. Álfarnir höfðu búið Berg til og gefið honum rauðan pípuhatt, röndóttan trefil og svartan staf. Hann stóð á aðaltorgi bæjarins. Bergur átti einn draum um að eignast fjölskyldu. Bergur vonaði að álfarnir hefðu tíma til að búa til fleiri snjókalla. En álfarnir voru uppteknir við að smíða leikföng og tíminn leið og leið. Að lokum rann aðfangadagur upp og jólasveinninn fór af stað með gjafirnar. Allt í einu fór að snjóa, Bergur fékk sting í magann af tillhlökkun. Kannski kæmu álfarnir út að leika en það leið að hádegi og ekkert gerðist. Allt í einu heyrðist söngur og hlátur og álfarnir komu hlaupandi. Draumurinn rættist, Bergur fékk sína fjölskyldu á aðfangadag jóla. Endir
Litli jólaengillinn:
Einu sinni
var lítill engill sem átti heima í himnaríki. Hann var minnstur allra
engla og stækkaði aldrei.Hann vildi fá að hjálpa til hann gat það aldrei
því hann var svo pínulítill. Hann prófaði kórinn. Hann komst ekki að,
því meira sem hann troddist á milli því meira þrengdu hinir engarnir
hringinn.Næst fór hann í að grafa snjó nema stóru englarnir mokuðu
flestum snjónum yfir hann og svo gat hann ekki lyft skóflunni. Því næst
rölti hann að jólatrésskreytingunni, en því miður voru trén svo há að
hann náði ekki upp. Hann ætlaði að reyna verksmiðjunna. En vitið þið
hvað? Honum var sparkað út og sagt að hann væri of lítill og klaufskur.
Hann hljóp eins hratt og hann gat í burtu. Hann settist niður á bak við
húsið sitt og há grét, honum leið svo illa að það er ekki hægt að lýsa
því.Það var aðfangadagskvöld og sveinki átti að fara með gjafirnar og
velja einn álf til að fara með sér. Litli engillinn vildi ekki mæta því
hann vissi að það yrði ekki hann sem kæmi með. En viti menn!!!!!!! Litli
engillinn var valinn og fékk að fara til jarðar sem var draumur allra
engla !! Nú var litli engillinn hamingjusamasti engillinn í himnaríki og
: Hann söng best í kórnum.. Hann klifraði í stiga og skreytti jólatréð
svo fallega að það glitraði, hann setti líka stjörnuna á toppinn....
Hann mokaði allan snjóinn af stígnum... Hann smíðaði fallegustu
gjafirnar á vekstæðinnu....Nú var hann orðinn vinsælasti engillinn og
allir hrópuðu LITLI JÓLAENGILL! |
Jólasveinamynd dagsins (10)
|
Góðan daginn. Í mallanum í dag er heimasíða hjá Lego, þroskandi leikföng og skemmtileg síða. Kveðja Snæfinnur. |
Í þann tíma þá er kirkja stóð enn að Þverá í Blönduhlíð bjó kona nokkur á Yztugrund; hún var ógift og er eigi getið nafns hennar. Hún stjórnaði sjálf búi sínu, en hélt eigi ráðamann svo að getið sé. Þó átti hún gott bú og jörðina með.
Netútgáfan |