Mynd  Jóhann Ísberg Íslandsvefurinn

Dalvíkurkirkja  -  Mynd Snćbjörn Ingi Ingólfsson

         

 
Veðrið á Dalvík  I
 
Síldarvalsinn.   
Syngjandi sæll og glaður, 
til síldveiða nú ég held 
það er gaman á Grímseyjarsundi 
vð glampandi kvöldsólareld. 
Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip 
við háfana fleiri og fleiri, 
svo landa ég síldinni sitt á hvað 
á Dalvík og Dagverðareyri.
Seinna er sumri hallar  
og súld og bræla er,  
þá held ég fleyi til hafnar, 
í hrifningu skemmti ég mér. 
Í dunandi balli, við dillandi spil 
og dansana fleiri og fleiri 
því nóg er  um hýreyg og heillandi sprund 
á Dalvík og Dagverðareyri. 
Haraldur Zóphoníasson

 
Dalvík nefnist allstór vík á vesturströnd Eyjafjarðar fyrir mynni Svarfaðardals. Svarfaðardalur er umgirtur háum sviphreinum fjallahring. Svarfaðardalur er mjög vel gróinn en samfelld gróðurbreiða teygir sig úr dalbotninum hátt upp eftir fjallshlíðunum. Áríð 1972 var votlendið í neðanverðum Svarfaðardal friðlýst. Svæði þetta býr yfir mjög fjölskrúðugu plöntu- og fuglalífi. Talið er að þarna séu að staðaldri um 30 tegundir fugla sem flestir verpi á svæðinu í meira eða minna mæli. Sjór hefur verið sóttur frá Dalvík síðan á landnámstíð. Þessi starfsemi við sjávarsíðuna, fiskveiðarnar, verkunin, bygging sjóbúða og sjóbúðalífið er upphafið að þeirri þéttbýlismyndun sem fór að taka á sig svip um síðustu aldamót og varð fyrsti vísir að fiskimannasamfélaginu og hlaut nafnið Dalvík. Lífsháttum fólks á Dalvík svipar til annarra sjávarplássa af svipaðri stærð. Í júníbyrjun 1998 sameinuðust Dalvík, Svarfdælahreppur, og Árskógsstrandahreppur í Dalvíkurbyggð.
 
Þrátt fyrir mikla vinnu hefur alla tíð verið mikil félagsstarfssemi í bænum og mörg félög starfandi. Íþróttafélög skipa þar stærstan sess en elst þeirra er Ungmennafélag Svarfdæla. Starfsemi Skíðafélags Dalvíkur hefur einnig verið mjög öflug á liðnum árum og hefur félagið byggt upp mjög gott skíðaland í hlíðum Böggvisstaðafjalls ofan við bæinn. Golfklúbburinn Hamar hefur komið sér upp 9 holu golfvelli fram í Svarfaðardal, ca 7 km frá Dalvík þetta er mjög friðsæll og góður staður. Leikfélag Dalvíkur hefur verið starfrækt til fjölda ára og sett árlega upp leikverk. 
Árið 1989 stofnaði Dalvíkurbær, í tilefni aldarafmælis búsetu á Dalvík, minja- og náttúrugripasafn að Hvoli á Dalvík en þangað leggja margir leið sína til að fræðast um sögu byggðarinnar. Í safninu er margt skemmtilegra muna eins og munir Jóhanns Svarfdælings, sem eitt sinn var stærsti maður heims, stór uppstoppaður ísbjörn, Kristjáns Eldjárns stofa og margt fleira. Ef þú ert á ferð um þetta svæði þá skaltu ekki sleppa því að kíkja á safnið. Einnig vil ég benda ferðamönnum á mjög góða aðstöðu fyrir þá á Dalvík, góða gistingu, gott tjaldstæði, stór og glæsileg sundlaug sem allir ættu að bregða sér í, Bátaferđir bjóða uppá hvalaskoðunarferðir, Gallery, handverk úr heimabyggð,  og margt fleira.  Út frá Dalvík er hægt að velja um fjölmargar stuttar og langar gönguleiðir. Vinsæl leið sem hentar öllum er að ganga eftir gamla veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla, en þaðan er frábært útsýni. Af lengri leiðum má nefna gömlu þjóðleiðina yfir Heljardalsheiði milli Svarfaðardals og Hóla í Hjaltadal og þrjár gamlar þjóðleiðir liggja yfir til Ólafsfjarðar;  þ.e Reykjaheiði, Grímubrekkur og Drangaleið.
 
Byggðasafn Nánar um Dalvík Myndasíða I
Sundlaug Dalvískir tenglar Myndasíða II
Fiskidagurinn Mikli Netfangaskrá  
Skíđafélagiđ Dalvíkurskjálftinn    
  Jóhann Svarfdælingur Bakkabræður
Þjóðsögur Skíðadalur Svarfaðardalur
Jólapóstur Jólasveinar Svalir Jólastjarnan

 

| Jóhann Svarfdælingur | | Dalvíkurskjálftinn | | Bakkabrćđur|| Kærleiksvefur |

| Forsíđa | Jólavefur |